Mynd af höfundi

Hrafnhildur Hreinsdóttir


Frá blautu barnsbeini hef ég elskað bækur, lesið þær fyrir sjálfa mig, börnin mín og barnabörn. Draumurinn um að skrifa bækur hefur lifað innra með mér lengi og nú gleðst ég yfir því að sjá Gling Gló öðlast líf í texta, myndum og hljóði. Mér er annt um móðurmálið okkar og gleðst yfir því að geta aukið úrvalið af íslenskum bókum fyrir börn.

Mynd af teiknuðu lambi

Sagan mín

Hrafnhildur Hreinsdóttir er fædd árið 1953 og á tvö börn og sex barnabörn. Hún lauk BA prófi í íslensku / bókasafnsfræði og kennslufræði. Hún lauk svo meistaranámi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn með áherslu á þekkingarstjórnun. Hrafnhildur hefur unnið í textagerð, aðallega fyrir vefinn, en einnig haft umsjón með útgáfu tímarita um árabil. Þá hafði hún umsjón með barnaefninu Söguhorninu sem sjónvarpið sýndi á árum áður.

Witter Story - Book Webflow Template
Best SaaS Books - Book Webflow Template

Fjölbreytt störf

Hrafnhildur hefur komið víða við í atvinnulífinu, vann á sumrin sem sundlaugarvörður og í sjoppu. Síðan í bókabúðum og sem flugfreyja með námi. Þá starfaði hún hjá Sjónvarpinu, Stöð-2 og í Þinghólsskóla sem kennari og bókasafnsfræðingur. Árið 1995 lá leiðin til Símans, þar sem hún vann lengst af sem fræðslustjóri og mannauðsráðgjafi. Síðustu 13 ár vann hún sem skrifstofustjóri hjá Félagi löggiltra endurskoðenda.   

Bækurnar um Gling Gló

Bækurnar fjalla um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun. Þar leikur hún sér við Óbó sem býr í blokkinni hennar ömmu. Amma er hjátrúarfull og þegar hún hendir fram einhverri staðhæfingu sem byggist á hjátrú, þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa því sem amma segir. Fyrstu bækurnar koma út fyrir jólin 2022. Bækurnar eru ætlaðar breiðum aldurshópi eða frá 4 - 10 ára og ættu að höfða til allra barna. 

Kápumynd af Gling Gló og speglinum

Gling Gló og spegillinn

Gling Gló og spegillinn er fyrsta bókin og segir frá því þegar börnin brjóta spegil og amma segir það boða sjö ára ógæfu.

Panta bók
Kápumynd af Gling Gló og regnhlífinni

Gling Gló og regnhlífin

Gling Gló og regnhlífin er önnur bókin og fjallar um það þegar hún spennir upp regnhlíf innandyra sem amma segir geta vera fyrir vondu.

Panta bók

Hljóðbækurnar um Gling Gló mættar á helstu streymisveitur

Nú geta stórir sem smáir aðdáendur Gling Glóglaðst yfir því að hljóðbækurnar úr sögunni um Gling Gló, Óbó og ömmuna á streymisveitunni Spotify, Storytel og Youtube. Hugmyndin er að hægt sé að spila fyrir börnin við hin ýmsu tilefni t.d. áður en farið er að sofa.

Spotify

Hlustaðu á Gling Gló á Spotify
Væntanlegt í nóvember

Storytell

Hlustaðu á Gling Gló á Storytell
Væntanlegt í nóvember

Youtube

Hlustaðu á Gling Gló á Youtube
Væntanlegt í nóvember

Fylgstu með á samfélagsmiðlum