Skemmtilegar, litríkar og vandaðar barnabækur um Gling Gló, Óbó og hjátrúarfullu ömmuna.
Fyrir ekki svo löngu var ég að passa barnabarn mitt þegar hún meiddi sig á fingri. Ég setti plástur á fingur hennar kyssti svo á bágtið og sagði hugsunarlaust: Þetta grær áður en þú giftir þig. Það kom skrítinn svipur á þá stuttu og hún hafði engin áform um að gifta sig hvorki nú eða í framtíðinni. Þá fór ég að hugsa um hversu oft fullorðnir henda umhugsunarlaust fram staðhæfingum, sem yfirleitt tengjast hjátrú og börnin taka þær bókstaflega og hugmyndin að þessum bókum varð til.
Bækurnar fjalla um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun. Þar leikur hún sér við Óbó sem býr í blokkinni hennar ömmu. Amma er hjátrúarfull og þegar hún hendir fram einhverri staðhæfingu sem byggist á hjátrú, þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa því sem amma segir. Bækurnar fjalla því allar um einhvers konar hjátrú. Sögurnar um Gling Gló eru ætlaðar breiðum aldurshópi eða frá 4 - 10 ára og ættu að höfða til allra barna.
Gling Gló og spegillinn er fyrsta bókin og segir frá því þegar börnin brjóta spegil og amma segir það boða sjö ára ógæfu.
Gling Gló og regnhlífin er önnur bókin og fjallar um það þegar hún spennir upp regnhlíf innandyra sem amma segir geta valdið mikilli rigningu, sólarleysi eða verið fyrir vondu.
Væntanleg 2023
Væntanleg 2023
Væntanleg 2024
Væntanleg 2024
Mjög ljúf lesning fyrir svefninn og hæfilega löng. Dóttir mín elskar Gling Gló og getur endalaust skoðað myndirnar
Skemmtilegur vinkill að skoða hjátrúna frá sjónarhóli barnanna. Ég hafði mjög gaman af ömmunni
Skemmtilegur söguþráður og yndislegar myndir. Gott að taka samtalið við börnin að lestri loknum
Las bækurnar fyrir afastrákinn minn og við höfðum báðir gaman að. Fallegar myndir og skemmtilegur texti