Bækurnar fjalla um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun. Þar leikur hún sér við Óbó sem býr í blokkinni hennar ömmu. Amma er hjátrúarfull og þegar hún hendir fram einhverri staðhæfingu sem byggist á hjátrú, þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa því sem amma segir.
Bækurnar eru ætlaðar breiðum aldurshópi eða frá 4 - 10 ára og ættu að höfða til allra barna. Fyrstu bækurnar koma út fyrir jólin 2022.
Gling Gló og spegillinn er fyrsta bókin og segir frá því þegar börnin brjóta spegil og amma segir það boða sjö ára ógæfu.
Gling Gló og regnhlífin er önnur bókin og fjallar um það þegar hún spennir upp regnhlíf innandyra sem amma segir geta verið fyrir andláti.
Bækurnar eru ætlaðar breiðum aldurshópi eða frá 4 - 10 ára
og ættu að höfða til allra barna.