Þegar lokið hefur verið við pöntun færðu upplýsingar um greiðsluleið (millifærsla).
ATH! Pósturinn lofar dreifingu á næstu 3 virkum dögum frá póstlagningu.
Bækurnar fjalla um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun. Þar leikur hún sér við Óbó sem býr í blokkinni hennar ömmu. Amma er hjátrúarfull og þegar hún hendir fram einhverri staðhæfingu sem byggist á hjátrú, þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa því sem amma segir. Bækurnar fjalla því allar um einhvers konar hjátrú. Fyrstu bækurnar koma út fyrir jólin 2022. Bækurnar eru ætlaðar breiðum aldurshópi eða frá 4 - 10 ára og ættu að höfða til allra barna.
Gling Gló og spegillinn er fyrsta bókin og segir frá því þegar börnin brjóta spegil og amma segir það boða sjö ára ógæfu.
Gling Gló og regnhlífin er önnur bókin og fjallar um það þegar hún spennir upp regnhlíf innandyra sem amma segir geta vera fyrir vondu.
Að neðan má finna algengar spurningar og svör við þeim spurningum sem berast mér í tölvupósti eða skilaboðum á Facebook. Hvet þig til þess að senda mér skilaboð ef spurningar vakna.
hrafnhildur@velvakandi.is
Með millifærslu. Upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu má finna þegar búið er að fylla út í pantanaformið.
Það tekur um það bil 10 mínútur að lesa hverja bók upphátt. Letrið er þægilegt álestrar og er af svokölluðri Sans fjölskyldu. Letrið er 20 punktar af stærð.
Bækurnar fjalla um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun. Þar leikur hún sér við Óbó sem býr í blokkinni hennar ömmu. Amma er hjátrúarfull og þegar hún hendir fram einhverri staðhæfingu sem byggist á hjátrú, þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa því sem amma segir.
Við höfum séð að börn frá jafnvel 3ja ára aldri upp í 10 ára hafa gaman af bókunum. Yngstu börnin sýna myndunum mikinn áhuga.
Nei - en verða fljótlega aðgengilegar á Amazon á ensku.
Diandra er hæfileikaríkur teiknari frá austurhluta Jövu í Indónesíu. Hún er 28 ára gömul og hefur teiknað frá því að hún var barn. Hún býr í Hong Kong.